Miðstöð sálfræðinga í Hafnarfirði

Fjölbreytt sálfræðiþjónusta og meðferð

Miðstöð sálfræðinga hefur verið starfrækt í Hafnarfirði frá 2005 og veitt sálfræði- og sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Hjá Miðstöð sálfræðinga starfa sálfræðingar með margra ára starfsreynslu í fjölbreyttum sálfræðilegum verkefnum. Lögð er áherslu á gagnreyndar sálfræðimeðferðir og faglega einstaklingsmiðaða þjónustu. Við veitum ráðgjöf og meðferðir við sálrænum vanda fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur; fullorðna, unglinga og börn. Höfum jafnframt áralanga reynslu af gerð sálfræðilegra matsgerða í forsjárdeilum og barnaverndarmálum auk þess sem við höfum tekið að okkur meðdómarastörf. Þá veitum við einnig faglega handleiðslu. Þjónusta hjá Miðstöð sálfræðinga er veitt á íslensku og ensku eftir hentugleikum. Einnig er veitt fjarþjónusta ef óskað er.

Miðstöð sálfræðinga hefur verið starfrækt í Hafnarfirði frá 2005 og veitt sálfræði- og sérfræðiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Hjá Miðstöð sálfræðinga starfa sálfræðingar með margra ára starfsreynslu í fjölbreyttum sálfræðilegum verkefnum. Lögð er áherslu á gagnreyndar sálfræðimeðferðir og faglega einstaklingsmiðaða þjónustu. Við veitum ráðgjöf og meðferðir við sálrænum vanda fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur; fullorðna, unglinga og börn. Höfum jafnframt áralanga reynslu af gerð sálfræðilegra matsgerða í forsjárdeilum og barnaverndarmálum auk þess sem við höfum tekið að okkur meðdómarastörf. Þá veitum við einnig faglega handleiðslu. Þjónusta hjá Miðstöð sálfræðinga er veitt á íslensku og ensku eftir hentugleikum. Einnig er veitt fjarþjónusta ef óskað er.

Miðstöð sálfræðinga

Sálfræðileg nálgun

Við beitum gagnreyndum aðferðum í sálfræðilegri meðferð s.s. HAM hugrænni atferlismeðferð, CFT samkenndarmeðferð, CPT hugrænni úrvinnslu áfalla, MBCT/MBSR hugrænni og streitulosandi núvitunarmeðferð, EFT tilfinningamiðaðri meðferð fyrir einstaklinga og pör, o.fl.

 • Meðferð við kvíða, ótta, fælni og kvíðaröskunum

 • Meðferð við lágu sjálfsmati, depurð og þunglyndi

 • Sjálfsstyrkingarmeðferð

 • Meðferð við áfallastreitueinkennum og áfallastreituröskun

 • Meðferð við reiðivanda

 • Heilsuefling

 • Hjóna- og parameðferð

 • Uppeldisráðgjöf til foreldra og fósturforeldra

 • Sálræn meðferð vegna langvinnra veikinda

 • Núvitundarþjálfun

 • Slökunarmeðferð

 • Markþjálfun með jákvæðri sálfræði

 • Matsgerðir í forsjárdeilum og barnaverndarmálum

 • Sálfræðimat í slysabótamálum, ættleiðingamálum og starfsmannamálum fyrirtækja og stofnana

 • Fagleg handleiðsla

 • Fræðsla og námskeiða

Miðstöð Sálfræðinga

Um sálfræðimeðferðina

Árangur af sálfræðimeðferð byggist á góðu meðferðarsambandi. Í upphafi meðferðar er vandinn kortlagður og í samvinnu við skjólstæðing eru lögð drög að meðferð. Fræðsla og verkefnavinna er stór hluti af meðferð sem tekur ávallt mið af einstaklingsbundnum þörfum og væntingum. Sveigjanleiki er hafður í fyrirrúmi og ákvarðanir teknar í samráði við skjólstæðinginn.

Í meðferð er leitast við að styrkja getu skjólstæðings til að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun og efla með honum færni sem nýtist honum í lífi og starfi. Markmiðið er að brjóta upp óæskilega og óheilbrigða hegðun sem skjólstæðingurinn vill sigrast á og hjálpa honum að leita lausna og tileinka sér heilbrigðari leiðir í lífinu.

Staðsetning

Miðstöð sálfræðinga er til húsa að Reykjavíkurvegi 68 í Hafnarfirði, 2. hæð.
Gengið er inn á syðri/hægri hlið hússins.
VERIÐ VELKOMIN !