Sálfræðimeðferð / Sérhæfing

Sjöfn hefur sérhæft sig í HAM – hugrænni atferlismeðferð, samkenndarmeðferð (compassion focused therapy), núvitundarmeðferð, hugrænni úrvinnslu áfalla og klínískri dáleiðslumeðferð.

Sjöfn veitir einstaklingsráðgjöf og meðferð fyrir ungt fólk og fullorðna við lágu sjálfsmati, depurð og þunglyndi, kvíða, samskiptavanda, reiðivanda, meðvirkni, o.fl. Hún hefur einnig sérhæft sig í sálfræðilegri meðferð og ráðgjöf vegna sálrænna afleiðinga áfalla og langvinnra sjúkdóma. Hún tekur jafnframt að sér fjölskyldu- og uppeldisráðgjöf.

Sjöfn hefur víðtæka reynslu af vinnslu matsgerða í forsjár- og barnaverndarmálum og hefur einnig verið tilkvödd sem sérfróður meðdómsmaður í slíkum málum.

Námsferill

 • Doktorsnám í sálfræði við Háskóla Íslands 2007-2011
 • Löggildur sálfræðingur á Íslandi frá 2004
 • Cand.Psych. nám til starfsréttinda sem sálfræðingur, við Háskóla Íslands 2003
 • Sérnám í hugrænni atferlismeðferð eftir staðli European CBT Association 1999-2001
 • Mastergráða í sálfræði frá University of Utah 1984
 • Nám í uppeldis- og kennslufræði við Háskóla Íslands 1981-1982
 • B.Sc. gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands 1981
 • Kennarapróf fyrir grunnskólastig 1973

Valin fagnámskeið og endurmenntun Sjafnar

Starfsreynsla / verkefni

 • Miðstöð sálfræðinga í Hafnarfirði – eigin stofurekstur frá 2005.
 • Rannsóknarstörf í sálfræði við HÍ 2007-2011 (sjá útg. greinar).
 • Stundakennsla í Cand.Psych. námi í sálfræði við HÍ 2010-2011.
 • Verkefnisstjórn við þróun „Decision-Aid“ gagnvirks fræðsluefnis fyrir krabbameinssjúklinga (styrkt af Rannís) 2010-2011.
 • Verkefnisstjórn við hönnun og þróun á gagnvirku forvarnarefni vegna þunglyndis unglinga (styrkt af Rannís) 2003-2007.
 • Þátttaka í Leonardo da Vinci verkefni um hvatningarviðtalstækni vegna Dyslexiu (lesblindu) 2004
 • Stundakennsla í sálfræði við HÍ og Endurmenntun HÍ 2003-2005.
 • Sjálfstætt starfandi við ráðgjöf um vefmál og netmarkaðssetningu 2003-2004.
 • Alþjóðlegur markaðsstjóri hjá Men & Mice (menandmice.com) 1997-2003.
 • Tölvuþjálfun ehf. – eigin rekstur 1990-1996. Fyrirtækið sá m.a. um stjórnun og rekstur fræðslumiðstöðvar IBM / Nýherja í upplýsingatækni 1990-1995.
 • Skólastjóri Tölvuskóla Stjórnunarfél. Íslands og Gísla J Johnsen 1986-1990.
 • Tölvudeild KOS 1984-1986.
 • Rannsóknarstörf í sálfræði við University of Utah 1982-1984 (sjá útg. greinar).
 • Aðstoðarkennsla í sálfræði við University of Utah 1982-1984.
 • Rannsóknarstörf við Landspítalann 1982-1983 (sjá útg. grein).
 • Rannsóknarstörf í sálfræði og uppeldisfræði við HÍ 1978-1981.
 • Kennari við Réttarholtsskóla, Barnaskóla Hveragerðis og Fellaskóla 1981-1982 og 1974-1976.

Fagfélög

Sálfræðingafélag Ísland (sal.is)
Sjálfstætt starfandi sálfræðingar (salfelag.is)
Félag um hugræna atferlismeðferð (ham.is)
Society of Behavioural Medicine (SBM.org)
Faralds- og líftölfræðifélagið