Sérhæfing

Soffía Elín hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð, áfallameðferð (EMDR og HAM), Díalektískri atferlismeðferð og núvitundarmeðferð. Hún veitir greiningu og meðferð á sálrænum vanda barna og ungmenna ásamt ráðgjöf til uppalenda (foreldrar, stjúp- og fósturforeldrar). Soffía Elín veitir meðferð við lágu sjálfsmati, áfallastreitu, reiðivanda, kvíða, félagsfærni o.fl. Býður hún upp á viðtöl eða fjarviðtöl á íslensku og ensku.

Sálfræðiathuganir og greiningar

Soffía Elín hefur reynslu af vinnu við sálfræðilegar matsgerðir fyrir barnaverndir og dómsstóla.

Handleiðsla og ráðgjöf

Soffía Elín veitir handleiðslu til sálfræðinga, félagsráðgjafa og kennara.

Námsferill

Master í skóla- og þroskasálfræði við Sydney Western háskóla, Ástralíu 2006-2008
B.Sc. gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands 2003
Löggildur sálfræðingur á Íslandi frá 2009
Soffía Elín hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna sem snúa að greiningu og meðferð barna og ungmenna frá 2008.

Starfsreynsla / verkefni

  • Sentia Sálfræðistofa – eigin rekstur frá 2011
  • Nexus Noobs námskeið, fyrirlestrar frá 2015
  • Sjálfstyrkur barnabækur, námskeið og fyrirlestrar frá 2020
  • Meðhöfundur fjögurra barnasálfræðibóka; Súper Vitrænn, Súper Viðstödd, Súper Vinalegur og Súper Kröftug
  • Jógakennaranám (270klst, Yin yoga, Yoga Nidra ofl.)
  • Fræðslusvið Garðabæjar, skólasálfræðingur
  • Barnavernd Reykjavíkur, sálfræðingur
  • Þjónustumiðstöð Breiðholts, skólasálfræðingur
  • UWS clinic, klínískur sálfræðingur Ástralía
  • Thomas Reddall high school, skólasálfræðingur Ástralía

Fagfélög

Sálfræðingafélag Íslands
Félag sjálfstætt starfandi Sálfræðinga
American Psychological ASsociation
Jógakennarafélag Íslands, stjórn
Rithöfundasamband Íslands