Miðstöð sálfræðinga var stofnuð í nóvember 2005.
Miðstöð sálfræðinga var stofnuð í nóvember 2005.
Í fyrstu var Miðstöð sálfræðinga til húsa að Reykjavíkurvegi 62 í Hafnarfirði en flutti að Bæjarhrauni 6 árið 2010 þar sem starfsemin fór fram í 11 ár. Sumarið 2021 flutt stofan að Reykjavíkurvegi 68 2h í Hafnarfirði í stærra og vistlegra húsnæði þar sem lögð er áhersla á hlýlegt og persónulegt umhverfi. Rekstraraðilar stofunnar eru sálfræðingarnir Sjöfn Ágústsdóttir og Óla Björk Eggertsdóttir. Stofan er miðsvæðis og næg bílastæði. Því miður er ekki lyfta í húsinu.
Hjá Miðstöð sálfræðinga starfa sálfræðingar með víðtæka reynslu og fjölþættan bakgrunn, auk núvitundarkennara og markþjálfa. Við veitum ráðgjöf og gagnreyndar sálfræðimeðferðir við margs konar sálrænum vanda fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur; fullorðna, unglinga og börn. Einnig er í boði núvitundarþjálfun og markþjálfun. Þjónusta hjá Miðstöð sálfræðinga er veitt á íslensku og ensku eftir hentugleikum. Fjarþjónusta er í boði.
Þjónusta
Sálfræðingar hjá Miðstöð sálfræðinga beita gagnreyndum sálfræðilegum aðferðum í meðferð s.s. hugrænni atferlismeðferð, samkenndarmeðferð, hugrænni úrvinnslu áfalla, núvitundarmeðferð og tilfinningamiðaðri meðferð. Hér á eftir er upptalning á ýmsum þeim sviðum meðferðar og ráðgjafar sem meðferðaraðilar hjá Miðstöð sálfræðinga hafa sinnt í gegnum árin: