Miðstöð sálfræðinga var stofnuð í nóvember 2005 af sálfræðingunum Ágústu Gunnarsdóttur, Margréti Halldórsdóttur, Ólu Björk Eggertsdóttur og Sjöfn Ágústsdóttur.

Miðstöð sálfræðinga var stofnuð í nóvember 2005 af sálfræðingunum Ágústu Gunnarsdóttur, Margréti Halldórsdóttur, Ólu Björk Eggertsdóttur og Sjöfn Ágústsdóttur.

Í fyrstu vorum við til húsa á Reykjavíkurvegi 62 en fluttum að Bæjarhrauni 6 í Hafnarfirði 2010 þar sem við störfuðum í 11 ár. Sumarið 2021 fluttum við stofuna að Reykjavíkurvegi 68 2h í Hafnarfirði í stærra og betra húsnæði. Stofan er miðsvæðis, aðgengið gott og næg bílastæði. Því miður er ekki lyfta í húsinu.

Hjá Miðstöð sálfræðinga starfa sálfræðingar með víðtæka reynslu og fjölþættan bakgrunn. Við veitum ráðgjöf og viðurkennda sálfræðimeðferð við sálrænum vanda af ýmsum toga fyrir einstaklinga og fjölskyldur, fullorðna, unglinga og börn. Einnig er í boði núvitundarþjálfun og markþjálfun. Fjarþjónusta er í boði.

Þjónusta

Sálfræðingar hjá Miðstöð sálfræðinga beita viðurkenndum sálfræðilegum aðferðum í meðferðum sínum m.a. hugrænni atferlismeðferð. Hér fer á eftir upptalning á ýmsum þeim sviðum meðferðar og ráðgjafar sem sálfræðingar hjá Miðstöð sálfræðinga hafa sinnt í gegnum árin:

 • Meðferð við kvíðaröskunum

 • Meðferð við þunglyndi
 • Sjálfsstyrking
 • Reiðistjórnun
 • Áfallameðferð
 • Heilsuefling
 • Hjóna- og parameðferð
 • Uppeldisráðgjöf vegna barna og unglinga
 • Sálræn meðferð vegna langvinnra veikinda

 • Meðferð við kynlífsvanda
 • Núvitundarþjálfun
 • Markþjálfun með jákvæðri sálfræði
 • Matsgerðir í forsjárdeilum og barnaverndarmálum
 • Fagleg handleiðsla
 • Fræðsla og námskeið

Samstarfsaðilar

 • Barnaverndarnefndir
 • Félagsþjónustan
 • Heilsugæslan
 • Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar
 • VIRK starfsendurhæfingarsjóður
 • O.fl. aðilar og stofnanir