Sálfræðimeðferð

Óla Björk sálfræðingur hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð, samkenndarmeðferð, núvitundarmeðferð og hugrænni úrvinnslu áfalla. Hún veitir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum en einnig hjá börnum og unglingum. Hún veitir bæði einstaklingsráðgjöf og hjónaráðgjöf. Óla Björk veitir meðferð við lágu sjálfsmati, depurð og þunglyndi, reiðivanda, meðvirkni, áfallastreitu, kynáttunarvanda og öllum helstu kvíðaröskunum s.s. áráttu og þráhyggju, félagsfælni, ofsakvíða og sértækri fælni. Óla Björk býður upp á viðtöl á íslensku og ensku. Auk hefðbundinna viðtala á stofu býður hún upp á fjarviðtöl.

Sálfræðiathuganir og greiningar

Óla Björk hefur víðtæka reynslu af vinnu við sálfræðilegar matsgerðir fyrir barnaverndir og dómstóla. Þá hefur hún tekið að sér sálfræðiathuganir og greiningar í tengslum við ættleiðingar barna og ráðningar starfsfólks.

Handleiðsla og ráðgjöf

Óla Björk veitir handleiðslu til sálfræðinga, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga og kennara.

Námsferill

BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 2001
Embættispróf (Cand.Psych) í sálfræði frá Háskóla Íslands 2004
Löggildur sálfræðingur á Íslandi frá 2004
Doktorsgráða í klínískri sálfræði (Psy.D) frá University of St. Thomas 2009

Starfsferill

• Miðstöð sálfræðinga frá 2007 – eigin stofurekstur
• Landspítali Háskólasjúkrahús 2008-2010
• Counseling and Health Services, Hamline University, 2006-2007
• Walk-in counseling center, Minneapolis 2005-2006
• Grunnskólinn á Þórshöfn 1993-1998

Fagfélög

Sálfræðingafélag Ísland (sal.is)
Sjálfstætt starfandi sálfræðingar (salfelag.is)
American Psychological Association